Hlustendum hefur frá upphafi útvarps verið umhugað um að vandað sé til verka í Ríkisútvarpinu. Úr hvaða jarðvegi sprettur það? Hvernig hefur verið fjallað um íslenskt mál í útvarpinu í tímans rás? Við leitum svara við þessum spurningum og fleirum og stöldrum sérstaklega við þáttinn Daglegt mál sem var á dagskrá áratugum saman.
Frumflutt
11. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Orð af orði
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.