Íslenska er auðug af skammaryrðum um bæði konur og karla. Guðrún Kvaran gerði athugun á samheitum um konur árið 1985 og Margrét Jónsdóttir fjallaði um þau í útvarpsþættinum Daglegu máli. Nokkru seinna skrifaði Guðrún greinina Ambindrylla og puðrureddi – Um heiti karla og kvenna. Niðurstöðurnar eru meðal annars þessar: Skammaryrði sem vísa í léttúðugt líferni eru feiknarmörg um konur en þeim er varla til að dreifa um karla. Þó eru neikvæð orð um karla almennt ívíð fleiri.
Frumflutt
19. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Orð af orði
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.