Morgunútvarpið

22. Sept. - Búlgörsk stjórnmál, strand-zumbapartý, eineltisseggir o.fl

Umsjón: Hafdís Helga og Ingvar Þór

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar en hún hefur ferðast um Búlgaríu og Litháen á síðustu dögum til kynna sér stöðu stjórnmálanna þar. Við ræðum hana og stöðu stríðsins í Úkraínu.

Síðustu sauðfjárréttir haustsins fóru fram í Áfangagili í gær þar sem Landmenn drógu sitt í dilka.

Hulda Geirsdóttir gerði sér ferð rótum Heklu og hitti þar mann og annan þar sem nutu dagsins í fjölmennum hópi fólks og fjár.

Sumarið er kannski búið en það er hvort sem er bara hugarfar. Um helgina verður haldið sjóbaðs- og zumba strandpartý í Nauthólsvík í tilefni íþróttaviku Evrópu. Jóhann Örn Ólafsson danskennari heldur utan um stuðið og kíkir til okkar.

Fréttir vikunnar verða sjálfsögðu ræddar eins og alla föstudaga. Við fáum til okkar Viðar Eggertsson leikara,leikstjóra og varaþingmann og Margréti Adams fréttamann til ræða hvað bar hæst í vikunni og hvað vakti þeirra athygli.

Fjórtán ára drengur var handtekinn í skóla í úthverfi Parísar á mánudag vegna grófs eineltis og hótana í garð jafnaldra sem er transbarn. Olivier Véran, talsmaður frönsku ríkisstjórnarinnar, sagði handtökuna vera í takt við stefnu um taka harðar á eineltisseggjum og áreitni - tilgangurinn senda skilaboð um slík hegðun verði ekki liðin gagnvart börnum. Málið hefur valdið nokkrum deilum í Frakklandi, ekki síst fyrir handtökuaðferðina, en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum drengurinn hafi verið leiddur út í járnum. Við ætlum ræða þessa nálgun á þessi flóknu mál við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og dósent við Háskóla Íslands, og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands.

Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar síðdegis í dag. Hörður Magnússon lýsir leiknum og hann verður gestur okkar í lok þáttar þegar við hitum upp fyrir leikinn.

Lagalisti:

LAUFEY - California and Me.

MANNAKORN - Einhverstaðar Einhverntíman Aftur.

RAVEN & RÚN - Handan við hafið.

Bubbi Morthens - Þingmannagæla.

JAMIROQUAI - Cosmic Girl.

Vampire Weekend - This Life.

KRASSASIG - 1-0.

Frumflutt

22. sept. 2023

Aðgengilegt til

21. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,