Svakalega lestrarkeppnin og Málæði
Blær og Eva Rún segja frá Svakalegu lestrarkeppninni fyrir 1.-7. bekk og Harpa Rut kynnir verkefnið Málæði fyrir 8.-10. bekk. Bókaormurinn Steinar Áki segir frá sínum uppáhalds bókum.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann