Hátíðarguðsþjónusta í tilefni 25 ára vígsluafmælis Grafarvogskirkju.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar, og með henni þjóna sr. Aldís Rut Gísladóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, og Kristín Kristjánsdóttir, djákni.
Lesarar eru Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og Magnús Ásgeirsson.
Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný Einarsdóttir.
Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi syngja undir stjórn Guðnýjar.
Auk þess leika Jón Hafsteinn Guðmundsson og Hekla Sigríður Ágústsdóttir á trompet, Jörundur Ingi Ágústsson á básúnu og Nína Hallgrímsdóttir á þverflautu.
Tónlist í messunni fyrir predikun:
Forspil: Helgur Herrans salur - Hún á afmæli í dag (í tilefni af vígsluafmæli Grafarvogskirkju árið 2025) - Matthías Jochumsson/Lára Bryndís Eggertsdóttir
229 Opnið kirkjur allar - Gylfi Gröndal/Trond H.F. Kverno
4 Gjör dyrnar breiðar (6., 7. og 8. vers) Helgi Hálfdánarson/Augsburg 1666
474 Lofsyngið Drottni - Valdemar V. Snævarr /Georg F. Händel
"Á vígsludegi" (í tilefni af vígslu Grafarvogskirkju 18. júní 2000) Sigurbjörn Einarsson/Þorkell Sigurbjörnsson
Eftir prédikun
"Sálmur 100" 100. Davíðssálmur- Tryggvi M. Baldvinsson
555 Eitt ljós, eitt ljós við kveikjum :Iðunn Steinsdóttir /Sigvald Tveit
Lokasálmur : 247 Hósíanna Davíðs syni /Georg J. Vogler
Eftirspil : Jeremiah Clarke: Mars Prinsins af Danmörku -Jeremiah Clarke