Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt samstarfsprestum sínum, séra SigríðiKristínu Helgadóttur og séra Þorvaldi Víðissyni.
Guðspjallatexti dagsins fjallar um kraftaverkið þegar Jesús reisti frá dauðum son ekkjunnar frá Naín.
Bleikur október stendur yfir í Bústaðakirkju. Í guðsþjónustunni munu hljóma sálmarog lög sem einnig verða á dagskránni á hádegistónleikum í Bústaðakirkju alla miðvikudagana í október.
Ókeypis verður á hádegistónleikana en tekið verður við fjárframlögum til Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvarkrabbameinsveikra.
Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris organista. Edda AustmannHarðardóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Bjarni Atlason syngja einsöng. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Björn Thoroddsen gítarleikari leikur Bítlasyrpu.
Yfirskrift Bleiks október í Bústaðakirkju að þessu sinni er Stríð –friður og kærleikur, þar sem tónlist frá bítlatímanum verður í forgrunni.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Forspil: Yesterday Bítlarnir
229 Opnið kirkjur allar Gylfi Gröndal/Trond Kverno
474 Lofsyngið Drottni Valdemar V. Snævarr/George F. Händel
Golden slumbers Bítlarnir
Vetrarsól Ólafur Haukur Símonarson/Gunnar Þórðarson
Eftir predikun
Kærleikur Páll postuli/ Jóhann G. Jóhannsson
Bítlasyrpa Bítlarnir
242 Megi gæfan þig geyma Bjarni Stefán Konráðsson/Nickomo Clarke
Eftirspil: Song from a Secret Garden Rolf Lövland