Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hallgrímshátíð þar sem minnst er sérstaklega verka Hallgríms Péturssonar með þakkargjörð fyrir þann fjársjóð sem hann gaf okkur í sálmum sínum og ljóðum.
Prestar safnaðarins þjóna, séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrverandi vígslubiskup í Skálholti prédikar.
Erla Rut Káradóttir er organisti, KórSaurbæjarprestakalls syngur og einsöngvarar eru Ásta Marý Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun:
Forspil: Sálmforleikur um lagið Víst ertu Jesú kóngur klár eftir Pál ÍsólfssonNúmer
495 Víst ertu Jesú, kóngur klár Lag: Páll Ísólfsson - texti: Hallgrímur Pétursson
260 Miskunnarbæn Lag: John Bell - texti: úr Matteusarguðspjalli
474 Lofsyngið Drottni Lag: Georg Friedrich Händel - texti: Valdemar Snævarr
795 Gefðu að móðurmálið mitt Lag: íslenskt tvísöngslag - texti: Hallgrímur Pétursson
563 Vort líf er lán frá þér Lag: William Monk - texti: Sigurjón Guðjónsson
130 Hvíli ég nú síðast huga minn Lag: Sigurður Sævarsson - texti: Hallgrímur Pétursson
Eftir predikun
628 (einsöngur) Á handlegg minn er húðflúraður efinn.Lag: Atli Heimir Sveinsson, texti: Sigurbjörg Þrastardóttir
Tónverk fyrir einsöngvara og kór: “Megi Guð vera þér miskunnsamur”.Lag: John Rutter - texti: Haukur Már Ingólfsson
Tónlist undir útdeilingu:
Einsöngur:Vertu Guð faðir, faðir minn og Upp, upp mín sál. Lag: Jón Leifs - texti Hallgrímur Pétursson
207 Þinn friður mun oss fylgja Lag: Egil Hovland - texti: Sigurjón Guðjónsson
Eftirspil: Toccata yfir lagið Lofið vorn Drottin, eftir Hans-Friedrich Micheelsen