Frjálsar hendur

Prestasögur 3

Í þessum þætti er gluggað í Prestasögur Oscars Clausen, líkt og í tveim þáttum fyrr á árinu. Fyrst segir frá séra Einari „prestlausa“ í Grímstungu í Húnavatnssýslu á 18. öld en hann var sagður „hrekkjamaður og illmenni“. Þá segir af hinum bláfátæka séra Jóni Mikaelssyni í Vesturhópshólum sem var dæmi um síst væru allir prestar vel stæðir. Þá segir frá séra Þorbirni Einarssyni í Sauðlauksdal á 17. öld, „harðleiknum ístrubelg“. Síðast segir frá „Galdra-Manga“, séra Magnúsi Einarssyni á Árnesi á Ströndum.

Frumflutt

18. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,