Þættir
Þáttur 327 af 52
Þáttur 326 af 52
Þáttur 325 af 52
Þáttur 324 af 52
Vanka litli, Veðmálið og Marskálksfrúin
Í janúar 1915 birtist í fyrsta sinn í íslensku blaði smásaga eftir Anton Chekhov, Marskálksfrúin. Á næstunni ætlar umsjónarmaður Frjálsra handa að flytja með óreglulegu millibili ýmsar…
Illugasaga Tagldarbana
Eins og venjulega þegar um fyrsta þátt ársins er að ræða lýkur honum á því að lokalag þáttarins er leikið í fullri lengd, Adagio í g-moll eftir Remo Giazotto, þó oft sé það kennt tónskáldinu…
Svaðilfarir: Sigurður á Syðstu-Mörk og Matthías Jochumsson
Í þessum þætti er fjallað um svaðilför Sigurðar á Syðstu-Mörk þegar hann var 15 ára og fór til að sækja sjó undan Eyjafjöllum og út á Suðurnes. Frásögnhans lýsir giska vel aðstæðum…
Arabíska barnæskuguðspjallið
Í þessum þætti les umsjónarmaður jólaguðspjallið en þó ekki hið alkunna jólaguðspjall Lúkasar heldur frásögn af fæðingu og fyrstu dögum Jesú sem er að finna í hinu svonefnda Arabíska…
Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari
Í þessum þætti er lesið úr sjálfsævisögu Þórðar sem var einn helsti valdamaður á Íslandi laust fyrir miðja 19. öld. Merkilegast við feril Þórðar var að fram undir þrítugt var fátt…
Æskuminningar Hagaíns 2
Áfram er gluggað í sjálfsævisögu Guðmundar Hagalíns, Ég veit ekki betur, og fjallað um fólkið sem að honum stóð en hann fæddist á Lokinhömrum á Vestfjörðum og stóð að honum litríkt…
Æskuminningar Hagalíns 1
Guðmundur G. Hagalín var einn kunnasti og vinsælasti rithöfundur Íslands á 20. öld. Auk skáldsagna skrifaði hann vinsælar ævisögur, bæði um annað fólk en ekki síður eigin sjálfsævisögu…
Kravténko og hreinsanir 4
Enn herðir einræðisherrann Jósef Stalín tökin á samfélagi kommúnista í Úkraínu. Fylgst er með öllum og njósnað um alla en á sama tíma er rekinn gífurlegur áróður meðal verkamanna um…
Kravténko og hreinsanir 3
Í frásögnum Úkraínumannsins Viktors Kravténkos, Ég kaus frelsið, sem áður hefur verið lesið úr, var komið fram á miðjan fjórða áratug 20. aldar og einræðisherrann Stalín var farinn…
Norman Lewis 5
Á árinu 2023 las umsjónarmaður Frjálsra handa í nokkrum þáttum úr stórmerkilegum endurminningum bresks dáta sem var í herliði því sem tók Napólí úr höndum þýskra nasista og ítalskra…
Guðrún á Taðhóli 2
Fyrir nokkrum vikum las umsjónarmaður úr æviminningum Guðrúnar Guðmundsdóttur (1863-1946) sem komu út undir nafninu Minningar frá Hornafirði. Hér er haldið áfram í sama dúr, Guðrún…
Bréf til Láru 2
Hér er framhald af síðasta þætti, þar sem umsjónarmaður las úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson en 100 ár eru liðin frá útkomu hennar. Sem fyrr er það hinn óviðjafnanlegi texti…
Bréf til Láru 1
Á árinu 2024 eru 100 ár liðin frá því að út kom ein áhrifamesta bók 20. aldar, Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson, þar sem hann fjallar um ævi sína, lífskoðanir, andleg málefni,…
Guðrún á Taðhóli 1
Guðrún Guðmundsdóttir (1863-1946) ólst upp á Taðhóli í Hornafirði og skrifaði undir ævilok sín bernskuminningar þar sem hún sagði á mjög fróðlegan og skemmtilegan hátt frá ættum foreldra…
Manngerðir Canettis 1
Nóbelshöfundurinn Elias Canetti lagði gjörva hönd á margt um dagana, skrifaði skáldsögu, æviminningar og fræðirit um manngrúa og vald. En hann skrifaði líka bráðskemmtilega litla þætti,…
Torfhildur Hólm 1
Torfhildur Hólm á tryggan stað í íslenskri bókmenntasögu fyrir skáldsögur sínar en hún safnaði líka skemmtilegum þjóðsögum meðal Íslendinga í Vesturheimi. Hér segir nokkuð af ævi Torfhildar…
Undir fönn 3
Þriðji þátturinn þar sem tekið er saman efni úr viðtalsbók Jónasar Árnasonar við Ragnhildi Jónasdóttur, Undir fönn. Sem fyrr er athyglinni einkum beitt að dýrum þeim sem Ragnhildur…
Undir fönn 2
Annar þáttur þar sem lesið var úr bókinn Undir fönn þar sem Jónas Árnason skráði endurminningar Ragnhildar Jónasdóttur sem bjó lengst af á bænum Fannardal í Norðfirði. Fyrsti þáttur…
Kafka 1
Hér er þess minnst að 100 ár eru liðin frá andláti Franz Kafka. Lesnar eru nokkrar af hinum styttri smásögum hans í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Sögurnar…
Steingrímur Matthíasson í seinna stríði
Hér er lesið úr minningum Steingríms Matthíassonar læknis sem bjó í Danmörku á árum seinni heimsstyrjaldar, lengst af á eyjunni Borgundarhólmi og upplifði stríðið þaðan. Hér segir…
Síðasta skip suður 3
Hér er leitað fanga í bók Jökuls Jakobssonar, Síðasta skip suður, sem kom út fyrir 60 árum og fjallaði um mannlíf í Breiðafjarðareyjum að fornu og nýju. Nú segir frá Guðmundi Scheving,…
Prestasögur 3
Í þessum þætti er gluggað í Prestasögur Oscars Clausen, líkt og í tveim þáttum fyrr á árinu. Fyrst segir frá séra Einari „prestlausa“ í Grímstungu í Húnavatnssýslu á 18. öld en hann…
Matthías Johannessen 3
Þriðji þátturinn þar sem lesið er úr viðtölum sem skáldið og ritstjórinn átti við allskonar fólk. Hér lýkur viðtali Matthíasar við Eitilríði Pálsdóttur og síðan lesið úr viðtali við…
Matthías Johannessen 2
Annar þáttur þar sem umsjónarmaður tekur saman og les úr viðtölum Matthías Johannessen við margvíslegt fólk. Hér er lesið úr viðtölum hans við Helgu á Engi og Etilríði Pálsdóttur móður…
Konungskoman 1874 2
Framhald af fyrra þætti. Enn segir af konungskomunni 1874 og er nú lýst veisluhöldum og þjóðhátíð sem Kristján 9. var viðstaddur. Síðan er, líkt og í fyrra þætti, athyglinni beint…
Konungskoman 1874 1
Lesið er um komu Kristjáns 9. Danakonungs til Íslands 1874 en þá kom hann hingað fyrstur konunga. Meðal annars úr frásögn Matthíasar Jochumssonar í Þjóðólfi. Í síðari hluta þáttarins…
Sigríður frá Miklabæ 2
Lesið meira úr æskuminningum Sigríðar Björnsdóttur (1891-1965), Í ljósi minninganna. Áfram segir á ljúfan og einlægan hátt frá uppeldi í Skagafirði í blábyrjun 20. aldar og því fólki…
Livius upphaf Rómar 2
Þessi þáttur er framhald af næsti þætti undan og hér les Illugi meira úr Rómarsögu sagnaritarans Livíusar. Nú segir frá átökunum milli Rómverja og nágranna þeirra á fyrstu árum borgarinnar…
Livius upphaf Rómar 1
Rómaborg var sögð hafa verið stofnuð árið 753 FT (eða fyrir upphaf tímatals okkar). Sagnaritarinn Livius skrifaði um Trójukappann Anesear sem hraktist til Ítalíu eftir ósigur í Trójustríðinu…
Sigríður frá Miklabæ 1
Hér er tekið saman efni og lesið úr Í ljósi minninganna, bernskuminningum Sigríðar Björnsdóttur (1891-1965) frá Miklabæ. Hún lýsir á fallegan og næman en um leið hispurslausan hátt…
Riddaraliðsstúlkan - seinni hluti
Framhald af fyrri þætti. Nadezhda Durova fæddist í Rússland laust fyrir 1800. Hún þráði ekkert meira en stunda útreiðar og hernað en móðir hennar var ákveðin í að þvinga hana í hefðbundið…
Riddaraliðsstúlkan - fyrri hluti
Nadezhda Durova var rússnesk stúlka, fædd á ofanverðri 18. öld. Hún átti sér mjög litríka ævi, enda gekk hún í rússneska herinn um tvítugt og þjónaði þar við góðan orðstír í riddaraliði.
Sjóslys á Mýrum
Hér segir frá skerjagarðinum á Mýrum í Borgarfirði, fyrst frá staðháttum og höfn, sem þar virðist hafa verið allt frá þjóðveldistíma, og langt fram á tíma einokunarkaupmanna, og m.a.
Skammdegisgestir 1
Í þessum þætti les umsjónarmaður úr bókinni Sammdegisgestum þar sem Magnús F. Jónsson rekur æviminningar sínar, einkum frá æskudögum þegar fátækt íslenskt heimili þurfti að glima við…
Everest 3
Loksins eru þeir Hillary og Tenzing komnir í grennd við efsta tind jarðar. En þá segja óvæntir erfiðleikar til sín. Verða þeir að snúa til baka eða komast þeir loksins á tind Everest?…
Everest 2
Áfram segir frá leiðangrinum á Everest-fjall árið 1953. Þeir Hillary, Tenzing og fleiri ætla sér að verða fyrstir manna til að ná á efsta tind jarðar, en hættur leynast við hvert fótmál.
Everest 1
Í óbeinu framhaldi af þáttum fyrr á árinu um tilraun Englendingsins Mallorys til að komast á tind Everest-fjalls, þá verður fjallað í þessum þætti og þeim næstu um tilraun Ný-Sjálendingsins…
Kravténko og Jelena 2
Áfram heldur Úkraínumaðurinn Viktor Kravténko að segja frá ævi sinni í Sovétríkjunum á 4. ára síðustu aldar. Járngreipar Stalíns herðast æ meira um samfélagið og ást Kravténkos á stúlkunni…
Kravténko og Jelena 1
Hér víkur sögu eins og stundum áður til Úkraínumannsins Viktors Kravténkos og sjálfsævisögu hans, Ég kaus frelsið. Þegar þarna er komið sögu á 4. áratug 20. aldar er Kravténko óðum…
Undir fönn
Fyrir nokkrum mánuðum var í Frjálsum höndum fjallað um hinn svonefnda Jósef Axfirðing sem bjó um tíma í Ameríku en endaði austur á fjörðum, nánar tiltekið í Norðfirði. Þar hafði hann…
Fréttir 1874, 2
Hvað var í erlendum fréttum þá daga þegar Íslendingar voru að undirbúa þjóðhátíð sína fyrir 150 árum, eða 1874? Jú - meðal annars var sagt frá afar viðhafnarmikilli heimsókn þessa…
Haust patríarkans
Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá andláti kólumbíska Nóbelshöfundarins Gabriel Garcia Marquez les umsjónarmaður hér úr einu stóru skáldsögu höfundarins sem ekki hefur komið út…
Fréttir 1874, 1
150 eru síðan Íslendingar fengu stjórnarskrá og héldu þjóðhátíð og verður fjallað um það í Frjálsum höndum síðla sumars. Þetta er fyrri þáttur af þeim sem eru einskonar formáli og…
Matthías Johannessen
Í þessum þætti verða lesin tvö af samtölum þeim sem Matthías Johannessen birti í Morgunblaðinu á sínum tíma. Fyrst er lesið samtal sem hann átti við Elías Hólm en hann var litríkur…
Óstýrilátir prestar 2
Í þessum þætti er áfram fjallað um séra Þórð Jónsson í Reykjadal í Hrunamannahreppi sem sagt var frá í síðasta þætti. Hér segir frá deilum sem hann lenti í við skólapilta í Skálholti…
Óstýrilátir prestar 1
Í þessum þætti verður fjallað um séra Þórð Jónsson í Reykjadal í Hrunamannahreppi en hann átti í sífelldum við flestöll yfirvöld hér á landi, og raunar í Kaupmannahöfn líka en þangað…
Jósep Axfjörð, tröllasögur frá Ameríku og baldinn hundur
Jósep Jósepsson Axfjörð fór til Ameríku laust fyrir 1900 og miklar sögur gengu um líf hans þar. Hann var sagður hafa framið bankarán og jafnvel drepið mann. Hann sneri svo heim og…
Mallory 2
Þetta er framhald næsta þáttar á undan og hér segir frá hinni dramatísku atburðarás þegar George Mallory og Andrew Irvine týndust á Mount Everest í byrjun júní 1924. Aldrei hefur orðið…
Mallory 1
Í þessum þætti segir frá fyrstu tilraunum manna til klífa hæsta tind jarðar, Mount Everest í Himalaja-fjöllum. Fyrst er vikið að fjallinu sjálfu og heiti þess en síðan beinist athyglin…
Síðasta skip suður 2
Vegna fjölda áskorenda verður hér litið öðru sinni í bókina Síðasta skip suður eftir Jökul Jakobsson og Baltasar sem út kom fyrir 60 árum og fjallar um mannlíf og samfélag í Flatey…
Ingibjörg Lárusdóttir, annar hluti
Öðru sinni tekur umsjónarmaður saman efni úr æviminningum Ingibjargar Lárusdóttur. Hér er framhald sögunnar um brottför bróður hennar til Ameríku og lýsing á heimili hennar og fjölskyldu…
Ingibjörg Lárusdóttir - Unaður við Blöndu og Ameríkuferð
Ingibjörg Lárusdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 1861 og bjó þar alla sína tíð. Á efri árum fór hún að skrifa m.a. æskuminningar og er þar um að ræða fallegar og áhrifamiklar frásagnir…
Kravténko, sældarlíf yfirstéttarinnar
Síðast þegar umsjónarmaður skildi við Úkraínumanninn Viktor Kravténko var hann í þann veginn að útskrifaðst sem verkfræðingur en í kjölfar morðsins á Kirov 1934 fer skuggi hreinsana…
Síðasta skip suður
Í þættinum er þess minnst að 60 ár eru liðin frá því að Jökull Jakobsson gaf út, ásamt listamanninum Baltasar, bókina Síðasta skip suður, þar sem lýst er mannlífi á Breiðafjarðareyjum,…
Ími Arnórsson, peningafalsari og hvalveiðimaður
Í þessum þætti verður fjallað um Íma nokkurn sem komst í kast við lögin í byrjun 18. aldar þegar hann var sakaður um peningafals, flúði til útlanda með hvalveiðimönnum en sneri að…
Svaðilfarir um jól
Á fyrri öldum reyndu Íslendingar að ferðast sem minnst um vetrartímann, enda samgöngur eriðar og veður válynd. Margir sem voru fjarri heimilum sínum við störf lögðu þó ýmislegt á sig…
Norman Lewis 4
Í Napólí er hættan af flugumönnum Þjóðverja ekki að baki þó farið sé að vetra 1943. Í þessari frásögn úr minningum Norman Lewis segir frá gríðarlegri sprengingu sem verður í borginni,…
Norman Lewis 3
Enn er umsjónarmaður staddur í fylgd breska dátans Norman Lewis í Napólí haustið 1943. Þótt Þjóðverjar hafi verið hraktir burt frá borginni eftir innrás Bandamanna á Ítalíu eru flugumenn…
Þórbergur og Lifnaðarhættir í Reykjavík
Árið 1937 birtist merkileg ritgerð Þórbergs Þórðarsonar um Lifnaðarhætti í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. Hér verða lesin valin brot úr þeim, um þrifnað, þvotta, áfengisnautn,…
Norman Lewis og árás bandamanna á Napólí 2
Í fyrri frásögn höfðu Bandamenn lagt undir sig Napólí og meðal setuliðsmanna þar er breski dátinn Norman Lewis. Í þessum þætti er tekið saman efni úr æviminningum hans þar sem hann…
Norman Lewis og árás bandamanna á Napólí 1
Norman Lewis hét breskur dáti sem tók þátt í innrás Bandamanna á Ítalíu í september 1943 og síðan árás þeirra á Napólí. Hann skrifaði æviminningar sínar sem eru næsta einstæðar í sinni…
Þorfinnur Kristjánsson - Reykjavík í upphafi 20. aldar
Nú verður lesið úr æviminningum Þorfinns Kristjánssonar sem var prentari og bjó reyndar síðari hluta ævinnar í Kaupmannahöfn. Hann ólst upp í Reykjavík og segir á skemmtilegan hátt…
Þrjátíu ára stríðið 4
Í þessum fjórða þætti um 30 ára stríðið og þeim síðasta í bili er fjallað um herferð „ljóns norðursins“ Gustavs Adolfs Svíakóngs suður til Þýskalands til stuðnings mótmælendum, þegar…
Þrjátíu ára stríðið 3
Þriðji þátturinn um sögu þrjátíu ára stríðsins. Hér koma Frakkar til sögunnar og koma mótmælendum til bjargar á örlagastundu, þótt sjálfir séu þeir kaþólskir. Stríðsrþeyta fer að segja…
Þrjátíu ára stríðið 2
Áfram verður sögð saga hins grimmilega 30 ára stríðs og hér kemur Svíakóngurinn Gustaf Adolf til sögunnar og sýnist þess albúinn að verða herra Norður-Evrópu. En hann fellur á örlagastundu…
Þrjátíu ára stríðið 1
Í tilefni þess að Þjóðleikhúsið frumsýnir brátt hið fræga leikrit Bertholts Brechts og Margarete Steffin, Mutter Courage und Ihre Kinder, sem gerist í 30 ára stríðinu í Þýskalandi…
Marco Polo - konungurinn og konurnar
Öðru hvoru síðustu árin hefur verið lesið úr frásögnum Marco Polos um ferð sína til Kína við lok miðalda. Hér segir Marco Polo frá merkilegu ríki sem hann kom til í Kína og hafði kóng…
Æskuminningar Þorvalds Thoroddsen
Lesið er úr æskuminningum Þorvalds Thoroddsen og framan af þætti mest um þjóðhátíðina 1874 þegar Kristján IX konungur kom til Íslands. Þorvaldur lýsir konungskomunni hispurslaust og…
Sveinn Pálsson, ferðir og rannsóknir 1
Sveinn Pálsson var landlæknir í byrjun 19. aldar og vann ómetanlegt starf sem slíkur en eftir á eru rannsóknarferðir hans um Ísland þó sennilega það merkasta sem eftir hann liggur.
Sveinn Pálsson, ævi og uppvöxtur
Sveinn Pálsson var einn merkasti vísindamaður og læknir Íslands um aldamótin 1800. Í þessum þætti verður fjallað um ævi hans framan af og stuðst við stórmerkilega sjálfsævisögu sem…
Kravténko og hreinsanir 2
Hreinsanir í Sovétríkjunum færast í aukana í frásögn Úkraínumannsins Viktors Kravténko (1905-1966) og nú er hann sjálfur í stórhættu. Vinur hans og samstarfsmaður er tekinn fyrir á…
Kvavténko og hreinsanir 1
Í samantekt umsjónarmanns á liðinum misserum úr stórmerkum æviminningum Úkraínumannsins Viktors Kravténkos (1905-1966) var sögunni þar komið að eftir hrylling hungursneyðarinnar miklu…
Marco Polo í rannsóknarleiðangri í Kína
Hér segir frá ferðalagi Ítalans Marco Polos frá Evrópu til Kína á ofanverðri 13. öld. Marco er nú kominn til hirðar hins mikla keisara Kublai Kahn og vinnur trúnað hans með þeim árangri…
Jóhann Kúld selveiðimaður í íshafinu
Jóhann Kúld var sjómaður sem var við störf á norskum skipum á árunum upp úr 1920 eins og þegar hefur verið lýst í einum þætti af Frjálsum höndum. Hér er svo lýst vist hans á norsku…
Einar Kvaran í Vesturheimi 1907
Einar Hjörleifsson Kvaran var í upphafi 20. aldar einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar en hann var jafnframt vel metinn blaðamaður. Árið 1907 fór hann í ferðalag til Vesturheims,…
Bretinn Stuart og seinni ferð hans á Öræfajökul
Á vordögum las umsjónarmaður næsta ótrúlega frásögn um heimsókn Breta sem Stuart hét til Íslands árið 1926. Hann fór um suðurland í fylgd Stefáns Filippussonar leiðsögumanns og hegðaði…
Selveiði í íshafinu
Jóhann Kúld frá Mýrum segir frá ferð sem hann fór árið 1924 á norsku selveiðiskipi, sem hélt norður í íshafi til að stunda þar selveiði. Skipið sigldi inn í ísinn sem virtist ætla…
Einkennilegur ferðalangur
Stefán Filippusson fæddist 1870 í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Hann var bóndi í Borgarfirð eystra og var m.a. fylgdarmaður erlendra ferðamanna sem komu til landsins.
Marco Polo hittir Kublai Khan
Umsjónarmaður heldur áfram að glugga í bókina Milljónin sem segir frá ferðum Marco Polo og föður hans, ásamt frænda þeirra til Kína. Þeir eru komnir til Kína og hitta stórkhaninn Kublai…
Bayard Taylor ritar um þjóðhátíðina 1874
Sumarið 1874 stóð mikið til í Reykjavík og nágrenni. Haldin var þjóðhátíð til að minnast 1000 ára afmælis Íslands byggðar. Bayard Taylor, bandarískt skáld og ferðabókahöfundur, kom…
Æviminningar Hólmfríðar Hjaltason
Árið 1948 kom út bókin Tvennir tímar eftir Elínborgu Lárusdóttur rithöfund, með endurminningum Hólmfríðar Margrétar Björnsdóttur Hjaltason. Sagan hefst norður á Siglufirði árið 1870…
Framhald á frásögnum Viktors Kravtsjenko
Haldið er áfram að lesa úr bókinni Ég kaus frelsið eftir Viktor Kravtsjenko. Hungursneyðin hræðilega í Úkraínu stóð sem hæst og Viktor Kravténko átti að sjá til þess að bændurnir færu…
Bréf frá Íslandi, bók eftir Uno von Troil
Lesið er úr bókinni Bréf frá Íslandi eftir Uno von Troil, sænskan guðsmann sem kom til Íslands 1772. Hann ritaði bréfin eftir Íslandsför sína. Bókin var gefin út árið 1961 í íslenskri…
Lesið úr Mósebók
Umsjónarmaður heldur áfram að lesa úr Mósebók Biblíunnar.
Hver var Móse?
Páskahátíðin í Jerúsalem, þar sem Jesú mætti örlögum sínum, var haldin til minningar um þann atburð þegar Móse leiddi Ísraelsmenn úr Egyptalandi. Þetta var og er mesta hátíð Ísraelsmanna.
Marco Polo í Kína
Árið 1271 lagði Marco Polo af stað í ferð til Kína og fór eftir Silkileiðinni. Faðir hans og föðurbróðir höfðu komið til Kína nokkrum árum áður og hitt Kublai Khan, keisara í Kína.
Fleiri sögur af Münchausen
Umsjónarmaður grípur í þriðja sinn niður í bókinni Svaðilfarir á sjó og landi. Herferðir og kátleg ævintýri Münchausens baróns, eins og hann sagði þau við skál við vini sína, eftir…
Framhald frásagnar Richard Henry Dana Jr.
Hornhöfði, syðsti oddi Suður-Ameríku, er sakleysislegur í góðu veðri en sumarið (veturinn!) 1838 var bandaríska skipið Alert vikum saman að reyna að brjótast fyrir hann gegnum hafísbreiður,…
Hásetinn Richard Henry Dana Jr.
Illugi Jökulsson les úr bók eftir bandaríska rithöfundinn Richard Henry Dana, sem fæddist í Cambridge í Massachusetts árið 1815. Hann réð sig sem óbreyttur háseti á flutningaskipi…
Æviminningar Gunnars Þorbergssonar, framhald
Illugi Jökulsson heldur áfram að lesa úr æviminningum Gunnars Þorbergssonar, eða Gunnars Th. Oddssonar, eins og nefndi sig þegar hann bjó vestanhafs. Frásögnin hefst á því þegar ísbjörn…
Æviminningar Gunnars Þorberssonar, framhald
Illugi Jökulsson heldur áfram að vinsa efni úr hinum fróðlegu æviminningum Gunnars Þorbergssonar, eða Gunnars Th. Oddssonar, sem fæddist á Loðmundarfirði 1865. Hann greinir frá uppeldi…
Sagt frá Gunnari Th. Oddssyni
Árið 1936 birtist frétt í Norðablaðinu Degi, þar sem sagt var frá Gunnari Th. Oddssyni, sjötugum íslenskum hlaupara í Vesturheimi. Hann fæddist í Nes-hjáleigu í Loðmundarfirði 1865.
Hungursneyð í Úkraínu 1932-33
Umsjónarmaður heldur afrma að lesa úr æviminningum Viktors Kravtsenkos. Haldið er áfram að segja frá hungursneyðinni í Úkraínu, sem Sovétmenn reyndu að halda í þagnargildi.
Samyrkjubús- og iðnvæðing í Úkraínu 1932
Umsjónarmaður les úr æviminningum Viktors Kravtsenkos, þar sem fjallað er um samykjubúin í Úkraínu, iðnvæðinguna og harðstjórn Moskuvaldsins.
Ævisaga Viktors Kravtsjenkos, framhald
Höfundur heldur áfram að lesa úr æviminningumr Úkraínumannsins Viktors Kravtsjhenkos, Ég kaus frelsið.
Hrakningar á sjó
Umsjónarmaður les frásagnir sem Jens Hermannsson kennari safnaði saman og gaf út á síðustu öld. Þetta er frásagnir breiðfirskra sjómanna.
Munchhausen hjá Tyrkjasoldáni
Umsjónarmaður heldur áfram að segja frá þýska baróninum af Munchhausen. Hann var kominn í þjónustu Tyrkjasoldáns og frásagnir hans eru lyginni líkastar.
Skólaár Þorvaldar Thoroddsen
Þorvaldur Thoroddsen sem var einn merkasti vísindamaður okkar Íslendinga báðum megin við aldamótin 1900. Umsjónarmaður les úr minningum hans frá skólaárum í Latínuskólanum og fyrstu…
Lesið úr ævisögum íslenskra menntamanna
Sú var tíð meðan Íslendingar voru enn undir stjórn Dana að þeim fannst Danir líta á þá sem ómenntaða barbara eða villimenn. Jón Thorkillius rektor skrifaði þá stuttar ævisögur íslenskra…
Dagleg líf á dögum Krists
Daglegt líf á dögum Krists er umfjöllunarefni þessa jólaþáttar, sem er framhald þáttarins á undan. Úr hvaða samfélagi voru þau Jósef og María sprottin, hverju trúðu þau og samferðamenn…
Winston Churchill kemur til Reykjavíkur
Í ágúst 1941 kom Winston Churchill í heimsókn til Reykjavík. Heimsóknin vakti mikla athygli, Reykvíkingar fögnuðu breska forsætisráðherranum ákaft og Churchill fannst lofið gott. En…
Magnús Stephensen og Játníngar Rousseaus
Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) var einn af merkustu mönnum Evrópu á 18. öld, Hann var heimspekingur og rithöfundur sem átti furðu mikinn þátt í að móta skoðanir nútímafólks á bæði…
Viktor Kravténko og andstæðurnar
Árið 1931 er Úkraínumaðurinn Viktor Kravténko kominn til Moskvu til að bera ráðamönnum kvartanir um hörmulegt ástand á heimaslóðum. Hann hittir ráðherrann Ordsjónikidze og hinn víðfræga…
Viktor Kravténko uppgötvar að ekki er allt sem sýnist
Í lífi Úkraínumannsins Viktors Kravténkos er runninn upp einkennilegur tími. Hann er vongóður og dugmikill kommúnisti, sannfærður um að ekkert nema kommúnisminn geti kippt lífinu í…
Münchhausen barón
Münchhausen barón bjó í Þýskalandi á 18. öld og tók þátt í styrjöldum í Rússlandi, veiðiferðum og siglingum. Hann varð frægur fyrir litríkar ýkjusögur af afrekum sinum og upp úr þeim…
Theódór í sæluhúsini í Hvítanesi
Umsjónarmaður heldur áfram að lesa úr æviminningabók Theódórs Friðrikssonar. Að þessu sinni les hann frásögn Theódórs af því þegar hann var umsjónarmaður í sæluhúsinu í Hvítanesi í…
Ofan jarðar og neðan, framhald
Illugi Jökulsson heldur áfram að lesa úrOfan jaðar og neðan, ævisögu Theódórs Friðrikssonar. Að þessu sinni les hann m.a. um puð Theódórs við að hrófla upp Reykjavíkurflugvelli í Bretavinnunni…
Veturinn 1940-41 í Reykjavík
Theódór Friðriksson, sjómaður, verkamaður, rithöfundur, aðstoðardyravörður í Alþýðuhúsinu, skrifaði rómaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsti hlutskipti alþýðufólks, en svo…
Ferðasaga Steingríms Matthíassonar, síðasti hluti
Steingrímur Matthíasson læknir birti frásögn sína af ferð um Austurlönd í blaðinu Gjallarhorn, sem gefið var út á Akureyri. Illugi Jökulsson les um framandlegt líf, gróður, litina…
Ferðasaga Steingríms Matthíassonar
Illugi Jökulsson gluggar í ferðasögu Steingríms Matthíassonar læknis frá 1904, þegar hann sigldi til Austurlanda á skipinu Prins Valdimar. Nú segir Steingrímur frá dvöl sinni í Hong…
Mannlíf og fleira á Ceylon og í Singapore
Umsjónarmaður les frásögn Steingríms Matthíassonar frá árinu 1903 þar sem bregður fyrir ofgnótt af litum, blómum, trjám og mannlífi á Ceylon (Sri Lanka) þar sem hann kom við á leið…
Langferð Steingríms Matthíassonar
Steingrímur Matthíasson fór í langferð til Austurlanda 1903-1904 með barkskipinu Prins Valdimar. Umsjónarmaður byrjar að lesa frásögn Steingríms, sem kemst ekki lengra en til Wales,…
Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson
Theodór Friðriksson rithöfundur er kunnastur fyrir magnaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsir hlutskipti alþýðufólks, sjómanna og vermanna á ótrúlega hispurslausan hátt. En…
Páskahátíðin og uppruni hennar
Páskahátíðin var upphaflega gyðingleg hátíð þar sem Gyðingar minntust þess þegar Móses leiddi þá burt frá Egiftalandi. En hvernig lentu þeir þar á annað borð? Í þættinum kemur við…
Konur í Róm
Í þessum þætti var fjallað um stöðu kvenna í Róm á fyrstu öld fyrir Krist. Fyrst fjallaði umsjónarmaður um Hortensíu, sem flutti fyrstu skráðu pólitísku ræðuna sem vitað er til að…
,