• 00:05:22Fugl dagsins
  • 00:10:15Rúnar Sigurjónss. - Fornbílaklúbbur Íslands
  • 00:34:08Ása Baldursd. - hlaðvörp og sjónvarpsefni

Sumarmál

Fornbílaklúbburinn, áhugaverð hlaðvörp og fuglinn

Við heimsóttum formann Fornbílaklúbbs Íslands, Rúnar Sigurjónsson, en hann er ástríðufullur fornbílasafnari og áhugamaður um halda slíkum bílum við. Sjálfur á hann nokkra bíla og hlut í öðrum og margur myndi öfunda hann af bílskúrnum í Breiðholtinu sem er 177 fermetrar stærð. Fornbílaklúbbur Íslands var stofnaður á fjölmennum fundi í Templarahöllinni 19. maí árið 1977 og Rúnar segir eftir Covid þurfi hafa meira fyrir því meðlimir séu virkir í félaginu.

Ása Baldursdóttir kom í þáttinn í dag og sagði frá því sem er mest spennandi á hlaðvarpsveitum og streymisveitum hennar mati. Í þættinum í dag fjallaði Ása um eitt skemmtilegasta slúðurhlaðvarp sem hún hefur rekist á sem heitir Normal Gossip, þar sem venjulegt fólk er í aðalhlutverki. Hún sagði svo frá þáttaröðinni Scamanda, sem er hlaðvarp um fáránlegan lygavef ungrar konu sem enn sér ekki fyrir endann á og lokum segði Ása okkur frá stórskemmtilegri sjónvarpsseríu, White Lotus, þar sem meðal annars einmana alkahólisti og launýginn hótelstjóri koma við sögu.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þættinum

Venus as a Boy / Björk (Björk Guðmundsdóttir)

I Wish / Stevie Wonder (Stevie Wonder)

Betri bílar, yngri konur / Rúnar Júlíusson (Tom T. Hall og Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

11. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,