• 00:09:24Fugl dagsins
  • 00:17:30Gauti Grétarsson - formaður LEK
  • 00:32:13Hlaðvarpspjall með Ásu Baldurs

Sumarmál

Eldri kylfingar, hlaðvarpsspjall Ásu og fuglinn

Við fræddumst um LEK, eða Landssamtök eldri kylfinga í þættinum í dag. Í fyrra voru um 23.300 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið, sem var 5% aukning á milli ára. Þar af eru tæp þrettán þúsund 50 ára og eldri. Landssamtökin halda úti starfi til efla samstarf og félagsskap eldri kylfinga, til dæmis í gegnum mótaröð og með þáttöku í alþjóðastarfi kylfinga. Gauti Grétarsson, formaður LEK, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá starfi samtakanna í þættinum.

Ása Baldursdóttir kom til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðu efni til hlusta eða horfa á, sem sagt hlaðvarpsþáttum og sjónvarpsþáttum. Í dag fjallaði Ása um hlaðborð vonlausra stefnumóta í hlaðvarpinu My Wors Date, svikamylludrottningu sem engri er lík í hlaðvarpinu Filthy Ritual og svo sjónvarpsþætti þar sem gömlum gistiheimilum er umbreytt á stórkostlegan hátt í Netflix þáttaröðinni Motel Makeover.

Fugl dagsins var auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þætti dagsins:

Parísarhjól / GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og Þormóður Eiríksson)

Ástin vex á trjánum / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson)

Sunny / Bobby Hebb (Bobby Hebb)

Austurstræti / Laddi (Þórhallur Sigurðsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐMUNDUR PÁLSSON

Frumflutt

1. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,