Sumarmál

Hjólað á Vestfjörðum, vinkill, söfnin fyrir norðan og fugl dagsins

Við hófum leik í dag í Sumarmálum og auðvitað verður fugl dagsins á sínum stað, eins og undanfarin sumur. Í þessum lið leikum við hljóð sem fuglinn gefur frá sér og gefum nokkrar vísbendingar áður en við segjum hver fugl dagsins er, svo hlustendur geti spreytt sig og giskað á hver hann er.

Vestur á Ísafirði er starfrækt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hjólreiðum um Vestfirði. Sumarmál sóttu Ísafjörð heim og hittu þar Halldóru Björk Norðdahl, stofnanda ferðaskrifstofunnar Cycling Westfjords.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn við fallegan sumardag í Flóanum.

Og svo lokum var það safn vikunnar, sem verður í Sumarmálum á mánudögum í sumar. Fyrsta safn vikunnar þetta sumarið er í rauninni þrjú söfn fyrir norðan, Minjasafnið á Akureyri, Davíðshús og Smámunasafnið. Við heyrðum í Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra og hann fræddi okkur um það sem er á döfinni hjá þeim fyrir norðan.

Tónlist í þættinum:

Allt í fína / Ragnar Bjarnason, Katrín Halldóra og Karl Orgeltríó (Karl Olgeirsson)

Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Rajrajraj / Frigg (Esko Järvelä)

Beautiful / Sheryl Crow (Pattengale & Joshua Radin)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

3. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,