Sumarmál

Ferðasaga Bryndísar Köru, Næturljóð úr fjörðum og fuglinn

Við fengum ferðasögu í dag frá Bryndísi Köru Sigurðardóttur. Hún er ekki nema 24 ára, vinnur í héraðsdómi Reykjavíkur og er fara í meistaranám í lögfræði í haust. Hún sagði okkur frá því þegar hún var í þrjá mánuði í Suður-Afríku, þar sem hún meðal annars vann við kenna krökkum, hjúkra slösuðum dýrum og hlúa dýrum sem hafa verið notuð til dæmis í fjölleikahúsum og beitt ofbeldi. Kara, eins og hún er kölluð, sagði okkur ferðasöguna í dag.

Svo var það lag vikunnar, við fengum góða gesti í heimsókn, þau Kristjönu Stefánsdóttur og Svavar Knút. Þau sögðu okkur sögu lags vikunnar og fluttu svo af sinni alkunnu snilld fyrir okkur hér í hljóðverinu, Næturljóð úr fjörðum eftir Böðvar Guðmundsson.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þætti dagsins:

Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson)

(Sittin? on) The Dock of the Bay / Otis Redding (Otis Redding & Steve Cropper)

Take me Home Country Roads / John Denver (John Denver, Taffy Nivert & Bill Danoff)

Signed Sealed Delivered / Stevie Wonder (Stevie Wonder, L. Garrett, S. Wright & L. Hardaway)

Næturljóð úr fjörðum / Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur (Böðvar Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

21. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,