Sumarmál

Hljóðfærasafn á Þingeyri, Textíl Lab á Blönduósi, póstkort og fuglinn

Á Þingeyri við Dýrafjörð er starfrækt hljóðfærasafn. Það er hljóðfærasmiðurinn Jón Sigurðsson sem á og rekur safnið og hann er auki sérfræðingur í gerð langspila. Guðmundur Pálsson fór til Þingeyrar og fékk vita allt um safnið.

Á Blöndósi er starfrækt Textíl Lab í tengslum við Textílmiðstöð Íslands þar sem meðal annars er verið gera áhugaverðar tilraunir með bakteríur til lita ullina okkar. Við kíktum í heimsókn og töluðum við Margréti Katrínu Guttormsdóttur verkefnastjóra.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í korti dagsins segir frá óvenjulegri veðurblíðu í Eyjum, velheppnaðri Goslokahátíð og undirbúningi fyrir næsta partí sem er sjálf Þjóðhátíðin. Magnús rifjar upp hann var í Eyjum kvöldið fyrir gos fyrir fimmtíu árum og ber þess enn merki. Hann segir frá andvöku sinni gosnóttina til sjós og í framhaldinu kemur hann með gott ráð fyrir þá sem þurfa þola hrotur og kæfisvefn hjá maka eða svefnfélaga. Þrátt fyrir framfarir í vísindum og tækni þá hefur ekki tekist koma í veg fyrir óþefinn sem leggur yfir Vestmannaeyjabæ þegar bræðsla á kolmuna hefst. Frá þessu segir í lok póstkortsins.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Úti í garði / Lúdó og Stefán (Leadbelly og Hinrik Bjarnason)

Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)

Flottur jakki / Raggi Bjarna (Thomas og Kristján Hreinsson)

Dedicated Follower of Fashion / The Kinks (Ray Davies)

Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

19. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,