• 00:07:54Fugl dagsins
  • 00:16:51Lýður Pálsson - Rjómabúið á Baugsstöðum
  • 00:36:03Veganestið #1 - Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sumarmál

Rjómabúið á Baugsstöðum, Páll Ásgeir Ásgeirsson með Veganestið

Rjómabúið á Baugsstöðum í Flóa var var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum. Þar var meðal annars framleitt smjör til útflutnings. 1500 metra langur skurður var grafinn úr Hólavatni og voru vélar búsins knúnar með vatni frá vatnshjóli. Þannig þetta var stórhuga framkvæmd á sínum tíma. Við skoðuðum rjómabúið undir leiðsögn Lýðs Pálssonar safnstjóra Byggðasafns Árnesinga.

Páll Ásgeir Ásgeirsson verður með okkur einu sinni í viku í Sumarmálum með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur gríðarlega reynslu af útivist og útiveru, fjallgöngum og gönguferðum auk þess hafa skrifað ferðahandbækur, en hann tók ákvörðun fyrir tæpum tuttugu árum frá og með þeim tímapunkti yrði allt sem hann gerði tengjast útivist, íslenskri náttúru, náttúruvernd og ferðalögum, með einum eða öðrum hætti. Á fimmtudögum í sumar ætlar hann deila með okkur reynslu sinni og góðum ráðum og í dag, í fyrsta veganestinu, byrjaði hann á byrjuninni. Sem sagt hvernig á byrja stunda útivist?

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Kartöflur / Sigurður Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson)

Riddari götunnar / HLH flokkurinn (Björgvin Halldórsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi))

Sendlingur og sandlóa / Múgsefjun (Múgsefjun)

Aguas de Marco / Elis Regina & Antonio Carlos Jobim (Antonio Carlos Jobim)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,