Sumarmál

Ferðasögur: Ásgeir Ásgeirsson og Berglind Björg Harðardóttir

Föstudagar eru tengdir ferðalögum hjá okkur í Sumarmálum og í dag töluðum við við hjónin Ásgeir Ásgeirsson tónlistarmann og Berglindi Björgu Harðardóttur framkvæmdastjóra hjá Símanum en þau hafa ferðast töluvert um heiminn með tvo syni sína. Meðal annars til Brasilíu,Tyrklands,Indlands og fleiri landa og stundum er pakkað létt í langa ferð, aðeins hver með sinn bakpoka. Ásgeir er gítarleikari og hefur ferðast til fjarlægra slóða og sótt námskeið í hljóðfæraleik og meðal annars í Íran. Við ætlum heyra ferðasögur hér á eftir.

Við fengum svo Ásgeir Ásgeirsson til segja okkur frá tilurð lagsins Friður með hljómsveitinni Sóldögg, lag sem hann samdi fyrir margt löngu. Það var lag vikunnar í Sumarmálum í þetta sinn.

Svo var fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þætti dagsins:

Hún ógnar mér / Flott (Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir)

Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal)

Krummi krunkar úti / Ásgeir Ásgeirsson og félagar (þjóðlag, Ásgeir Ásgeirsson og Hamid Khansari)

Tárið/Rebekka Blöndal(Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Jónsson)

Friður / Sóldögg (Ásgeir Ásgeirsson, Hafþór Ragnarsson og Baldvin Baldvinsson)

Frumflutt

14. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,