Sumarmál

Minjasafnið Hnjóti, Veganesti vikunnar og íslenskur tangó

Umsjón Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir

Á Minjasafni Egils Ólafssonar Hnjóti í Örlygshöfn er hægt sjá allskyns muni sem tengjast mannlífinu á sunnanverðum Vestfjörðum. Safnið er í alfaraleið þegar ekið er Látrabjargi, sem fjölmargir ferðamenn heimsækja á sumrin. Sumarmál ræddu við safnstjórann, Óskar Leif Arnarsson yfir kaffibolla og fengu vita allt um starfsemina þar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson kom til okkar í Veganesti vikunnar, síðasta veganestið þetta sumarið og í dag talaði Páll Ásgeir um böð á ferðalögum. Ekki þessi nýju tilbúnu böð heldur þessi náttúrulegu og sum eru vel falin og það þarf hafa fyrir því dýfa sér oní.

Blómaskeið íslenskrar tangótónlistar var um miðbik síðustu aldar. Margir af okkar þekktu lagahöfundum sömdu falleg tangólög og sem dæmi nefna Oddgeir Kristjánsson, Tólfta september ofl. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmónikkuleikari fékk styrk frá Seðlabanka Ísland tengdur Jóhannesi Nordalt il rannsaka íslenska tangótónlist og við forvitnuðumst um þessa rannsókn og afrakstur vinnunnar sem eru tónleikar í Hörpu eftir viku.

Fugl dagsins var auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Alfreð Clausen, Hljómsveit Jan Morávek - Bjarkarlundur.

Marvin Gaye - Pride and Joy.

Helena Eyjólfsdóttir - Sem ljúfur draumur.

Frumflutt

10. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,