Sumarmál

Druslugangan, tónlistarhátíð í Bárðardal, útivistarveður og fuglinn

Druslugangan 2023 fer fram á Laugardaginn víða um landið. Með göngunni eru þátttakendur sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og mótmæla kerfislægu misrétti. Lísa Margrét Gunnarsdóttir meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar kemur í þáttinn í dag og segir okkur frá göngunni og áherslunum í ár.

Við töluðum við Berglindi Maríu Tómasdóttur um Alþjóðlega tónlistahátíð sem fer fram á Sunnuhvoli í Bárðardal á föstudag og laugardag. Þar munu koma saman hópur alþjóðlegra listamanna, úr framvarðarsveit samtímatónlistar, sem hafa hlotið heimsathygil fyrir verk sín. Berglind María, tónlistarstjóri hátíðarinnar, talaði við okkur í þættinum í dag.

Páll Ásgeir Ásgeirsson er með okkur á fimmtudögum í sumar með það sem við köllum Veganestið þar sem hann deilir reynslu sinni og góðum ráðum af útivist og útiveru. Síðustu tvo fimmtudaga gaf hann góð ráð í samband við fyrstu skrefin, fyrir þau sem eru byrja stunda útivist, og í síðustu viku kom hann með ráðleggingar þegar kemur ákveða hvert skal haldið. Í dag talaði hann við okkur um veðrið þegar kemur útivistarferðum.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þættinum:

Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Tökum af stað / Reykjavíkurdætur (Reykjavíkurdætur)

Laugardagskvöld á Gili / MA kvartetinn (Helfrid Lambert, Gustaf Fröding og Magnús Ásgeirsson)

Horfið / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valborg Elísabet Bentsdóttir)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

20. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,