• 00:07:19Fugl dagsins
  • 00:13:14Aðaltorg í Reykjanesbæ - Ingvar Eyfjörð
  • 00:33:47Ása Baldursdóttir um hlaðvörp og sjónvarp

Sumarmál

Aðaltorg, Ása Baldursdóttir og fugl dagsins

Nýtt hótel, Courtyard by Marriot opnaði nýlega við svokallað Aðaltorg í Reykjanesbæ, sem er skammt frá Flugstöðinni í Keflavík. Hótelið var flutt hingað í gámum frá Kína og raðað saman á örfáum dögum, þó það hafi vissulega tekið 12 mánuði byggja hótelið. Í þessum gámum voru fullbúin herbergi, með baðherbergjum, myndum á veggjum og gardínum í gluggum. En þetta hótel er bara einn hluti af risastóru verkefni sem er í vinnslu við Aðaltorg, með hverskyns þjónustu, hraðhleðslugarði fyrir rafbíla, heilsugæslu og mörgu öðru. Ingvar Eyfjörð er framkæmdastjóri Aðaltorgs, hann settist niður með Sumarmálum og sagði frá verkefninu.

Ása Baldursdóttir kemur í sitt vikulega spjall hér í Sumarmálum, um allt það nýjasta og mest spennandi í hlaðvarpi og á streymisveitum.

Fugl dagsins er svo á sínum stað eins og alltaf.

Tónlist í þætti dagsins:

Villtir strengir / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson)

Sveitapiltsins draumur / Hljómar(John Phillips, Michelle Phillips, Ómar Ragnasson)

Cant buy me love / Ella Fitzgerald (John Lennon og Paul McCartney)

You turn me on I'm a radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell)

Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir

Frumflutt

8. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,