Sumarmál

Fjölskyldusumarfrí, hlaðvörp Ásu, tónlist Óla H. og fuglinn

Við heyrðum í dag í Elísabetu Ýrr Steinarsdóttur, fjölskyldufræðingi, og Hildi Ingu Magnadóttur, foreldra- og uppeldisfræðingi og doktorsnema, en þær skrifuðu áhugaverða grein um sumarfríið hjá fjölskyldufólki. Þar fara þær yfir hvernig getur verið gott undirbúa fríið, því fjölskyldumeðlimir á mismunandi aldri geta farið með mjög mismunandi væntingar inn í sumarfrí. Við fengum þær til útskýra þetta fyrir okkur í þættinum og koma með nokkra punkta sem gott er hafa í aðdraganda sumarfríisins.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar og benti okkur á áhugaverð hlaðvörp og sjónvarpsþætti. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarpið Pod Save the UK sem ætlar bjarga Bretlandi, öðru hlaðvarpi sem heitir The Retrivals, um sársaukasögu kvenna þar sem allt er ekki eins og það sýnist og átakanlega heimildamyndina Take Care of Maya sem fjallar um áfallasögu fjölskyldu sem á í stríði við hið opinbera.

lokum kíkti Óli H. Þórðarson í heimsókn til okkar. Flest þekkjum við hann sem framkvæmdastjóra Umferðarráðs, þar sem hann lét sér kveða í næstum þrjá áratugi. Óli hefur, frá því hann hætti störfum hjá Umferðarráði, meðal annars unnið á eigin vegum rannsókn á banaslysum í umferðinni. En við kynntumst í dag hlið á Óla sem kannski ekki margir vissu um. Við fengum sem sagt heyra tvö glæný lög eftir hann og fengum hann til segja okkur aðeins frá tónlistarmanninum Óla H. Þórðarsyni.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Lóan er komin / Póló og Erla (James Bland og Páll Ólafsson)

Ég fer í fríið / Sumargleðin (S. Cutugno og Iðunn Steinsdóttir)

(My Friends Are Gonna Be) Strangers / Merle Haggard (Liz Anderson)

Sumarsólstöður / Tinna Árnadóttir og Þorbjörn Rúnarsson (Óli H. Þórðarson og Sólveig Björnsdóttir)

Þú komst um kvöld / Svanhildur Jakobsdóttir (Óli H. Þórðarson og Ólafur Gaukur Þórðarson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

18. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,