• 00:08:47Fugl dagsins
  • 00:15:20Björgvin Örn - Garðyrkjuskólinn á Reykjum
  • 00:37:11Dagrún Ósk - Sauðfjársetrið á Ströndum

Sumarmál

Bananar í Hveragerði, Sauðfjársetur og fuglinn

Við skruppum til Hvergerðis í dag og heimsóttum Garðyrkjuskólann á Reykjum. Fengum skoða hið víðfræga bananahús þar sem allskyns framandi plöntur dafna, sem alla jafna vaxa ekki á norðlægum slóðum. Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur og kennari við skólann sýndi okkur bananaplöntur sem svigna undan banönum, gulum, grænum og bláum, fíkjutré, beiskar appelsínur og kakóaldin, sem öllum óvörum tók upp á því springa út. Hann sagði okkur líka upp og ofan af starfseminni í skólanum.

Sauðfjársetur á Ströndum er safn og menningarmiðstöð sem er til heimilis í félagsheimilinu Sævangi, um það bil 12 kílómetrum sunnan við Hólmavík. Í Sævangi fer öll starfsemi Sauðfjársetursins fram, minjagripabúð, kaffihús og viðburðadagskráin er heldur betur lífleg og viðamikil. Þar er einnig uppi fastasýning um sauðkindur og sveitafólk á Ströndum og tímabundnar sérsýningar. er þar t.d. mögnuð sýning um ísbirni og næstu helgi verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin hátíðleg. Safnið stendur líka fyrir margvíslegum viðburðum, svo sem sviðaveislu og Íslandsmeistaramóti í Hrútadómum, sem er 20 ára í ár. Dagrún Ósk Jónsdóttir, yfirnáttúrubarn og þjóðfræðingur, kom í þáttinn og fræddi okkur meira um hvað er á döfinni í Sauðfjársetrinu.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þættinum

Stingum af / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Lítill fugl / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Magnús Stefánsson)

Fernando / Abba (Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson)

Óbyggðaferð / Ómar Ragnarsson (Ómar Ragnarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

10. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,