Sumarmál

Bogga á Brú, Listasafnið á Akureyri, Ljósafossstöð og fuglinn

Sumarmál heimsóttu Sveitasetrið Brú í Grímsnesi þar sem litríkur hópur fólks stendur í stórræðum endurstandsetja hótel- og veisluaðstöðu sínum hætti. Við ræddum við Hákon Hildibrand, eiganda og bústýru þar, um sjálfbærni, kvenfélög og klukkustrengi meðal annars.

Safn vikunnar þennan mánudaginn í Sumarmálum var Listasafnið á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri var í beinni norðan. Listasafnið á Akureyri er 30 ára í ár og það eru níu mismunandi sýningar í gangi og fimm nýjar verða opnaðar á Akureyrarvöku í lok ágúst, en Hlynur sagði okkur nánar frá því sem er á döfinni hjá þeim í viðtalinu.

Ljósafossstöð er hluti af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar við Sogið. Stöðin var tekin í notkun árið 1937 og á nóg inni, eins og við í Sumarmálum komust þegar við hittum stöðvarstjórann Ingólf Örn Jónsson. Hann sagði okkur frá starfseminni og fór með okkur í skoðunarferð um stöðina.

Fugl dagsins verður svo auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þætti dagsins:

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)

Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson og Iðunni Steinsdóttir)

Lóa litla á Brú / Haukur Morthens (B. Carroll og Jón Sigurðsson)

Allt í fína / Karl Orgeltríó, Raggi Bjarna og Ragnheiður Gröndal (Karl Olgeirsson)

Baby Love / Supremes (Brian Holland, Lamont Dozier og Eddie Holland)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

24. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,