Sumarmál

Heimsþing húmanista, Safnasafnið, ljóð Ingibjargar og fuglinn

Heimsþing Húmanista hefst í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn, en það er vettvangur fyrir húmanista frá öllum löndum til koma saman og ræða saman um mannréttindi, lýðræði og húmanisma. Siðmennt, félag húmanista á Íslandi, er einn af gestgjöfum þingsins og Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um húmanisma og heimsþingið.

Safn vikunnar í þetta sinn var Safnasafnið á Svalbarðseyri. Við heyrðum í Níels Hafstein safnstjóra og hann fræddi okkur safneign Safnasafnsins, fingralant huldufólk og svo auðvitað um það hvað er á döfinni á safninu.

Svo fengum við óvænta skemmtilega sendingu frá félaga okkar Guðna Tómassyni. Hann hitti Ingibjörgu Þuríði Stefánsdóttur á Mjóeyri við Eskifjörð á dögunum og hún flutti fyrir hann ljóð sem hún samdi um æskudaga sína í Vöðlavík. Guðni tók upp flutning hennar á ljóðinu og við fengum heyra það í þættinum.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þætti dagsins:

Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto ( Shintaro Sakamoto)

Töfrar / Silfurtónar (Júlíus H. Ólafsson)

Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur frá Skáholti)

Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Tryggvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

31. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,