• 00:08:26Fugl dagsins
  • 00:15:05Freyja Hilmarsd. - hreyfing f. 60 ára og eldri
  • 00:27:46Dagný Heiðdal - gerðu upp gamalt hús í Arnarfirði

Sumarmál

Mikilvægi hreyfingar, að gera upp gamalt hús og fuglinn

Freyja Hilmarsdóttir, íþróttafræðingur, hlaut á dögunum styrk úr Styrktarsjóði LEB, Landssambands eldri borgara. Freyja er 24 ára og er með BSc gráðu í íþróttafræði frá HR. Hún valdi grunnnám í íþróttafræði með það í huga vilja hjálpa þeim sem eiga erfitt með hreyfa sig sökum sjúkdóma eða verkja. Eftir hafa þjálfað fólk á eftirlaunaaldri fór hún átta sig á því hversu mikil áhrif til góðs hreyfing getur haft á líf fólks á efri árum og er hún á leiðinni í meistaranám í styrktar- og þolþjálfun þar sem hún sérhæfir sig í þjálfun fyrir 60 ára og eldri. Við fengum Freyju til segja okkur frá sínu námi og störfum og persónuleg reynsla hennar hafi meðal annars leitt hana inn á þessa braut, en hún var greindist sjálf aðeins 10 ára með Crohn's sjúkdóminn.

Við heimsóttum Andahvilft við Arnarfjörð en það hús var upphaflega reist í Hvestudal skömmu fyrir aldamótin 1900. Fyrir nokkrum árum tóku hjónin Dagný Heiðdal og Tómas Guðbjartsson sig til, létu flytja húsið Andahvilft sem er þar skammt frá og gerðu húsið upp. Við tókum hús á Dagnýju í Arnarfirðinum og ræddum við hana um framkvæmdirnar, húsið og umhverfið, sem er einstakt.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þættinum

...Og þess vegna erum við hér í kvöld / Fjallabræður ásamt Jónasi Sig og Magnúsi Þór (Magnús Þór Sigmundsson)

Bensínið er búið / Langi Seli og Skuggarnir (Axel Hallkell Jóhannesson, Erik Robert Qvick, Jón Þorleifur Steinþórsson)

Akstur á undarlegum vegi / Sléttuúlfarnir (Gunnar Þórðarson og Jónas Friðrik Guðnason)

Þórsmerkurljóð / Kristján Kristjánsson (höfundur ókunnur, texti eftir Sigurð Þórarinsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

12. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,