Sumarmál

Fuglaspilið, skáli Hallvarðs, póstkort og fuglinn

Á hverjum degi erum við með fugl dagsins hér í Sumarmálum og því var ekki úr vegi forvitnast um Fuglaspilið sem er nýútkomið. Það er Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur og eigandi Jurtalitunarvinnustofunnar Hespuhússins við Selfoss sem stendur á bak við spilið, en hún bjó einmitt líka til Flóruspilið og Blómaspilið. Við fengum Guðrúnu til segja okkur frá þessu nýja spili þar sem hægt er skemmta sér og fræðast í leiðinni um fugla Íslands.

Við fórum svo vestur á firði, þar sem hópur fólks í Fornminjafélagi Súgandafjarðar hefur unnið baki brotnu við reisa skála Hallvarðs Súganda sem talið er hafi verið landnámsmaður í firðinum. Sumarmál voru þar á ferðinni á dögunum og ræddu við formann félagsins Eyþór Eðvarðsson.

Við fengum svo lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin er Magnúsi ofarlega í huga þessa dagana, hann segir frá hvítu tjöldunum, bekkjabílum og skemmtiatriðum sem verða á dagskrá um komandi helgi í Póstkortinu. Hann segir líka frá öldrun vestrænna þjóða og þeim vanda sem henni fylgir. Magnús fór í bíó og segir okkur frá myndinni Oppenheimer og minningum sínum um kjarnorkuógnina sem litaði líf hans sem barns.

Fugl dagsins var auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þætti dagsins:

Landþvættirnir / Bogomil Font og Flís (Rafael de León, Sigtryggur Baldursson)

Reynimelur / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Steingrímur Karl Teague, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)

Á ferðalagi / Ragnar Bjarnason (D. Darst og Ómar Ragnarsson)

Brazil / Les Paul (Bob Russell & Ary Barroso)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐMUNDUR PÁLSSON

Frumflutt

2. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,