• 00:09:36Fugl dagsins
  • 00:19:19Alba Hough - vínþjónn
  • 00:33:58Gylfi H. Yngvas. - taðreykingar

Sumarmál

Alba vínþjónn, Gylfi stórreykingabóndi og fuglinn

Alba Hough er einn reynslumesti vínþjónn Íslands og býr yfir áratuga reynslu í alþjóðlegum vínþjónakeppnum sem keppandi, dómari og þjálfari. Alba er forseti Vínþjónasamtaka Íslands og margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna. Hún kom til okkar í dag og við ræddum um starf vínþjónsins, gin gerð á Íslandi, mismunandi vín frá mismunandi stöðum og fleira.

Gylfi H. Yngvason stórreykingabóndi á Skútustöðum við Mývatn hefur um áratugaskeið reykt silung, lax og lambakjöt með aldagömlum aðferðum þar sem notast er við sauðatað. Þessi aðferð þykir skila sér í einstaklega góðu bragði og mörgum finnst reyktur mývatnssilungur ómissandi þegar Mývatn er heimsótt. Við kynntum okkur taðreykingar í Sumarmálum í dag.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þætti dagsins:

Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

I Saw the Light / Todd Rundgren (Todd Rundgren)

Summer Wine /Nancy Sinatra og Lee Hazelwood (Lee Hazelwood)

Happy Birthday / Stevie Wonder (Stevie Wonder)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

26. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,