Sumarmál

Borðspil í kennslu, tómataskúlptúr, Eyjapóstkort og fuglinn

Hilmar Kári Hallbjörnsson tölvunarfræðingur og forfallinn áhugamaður um borðspil, kom í þáttinn og sagði okkur frá því hvernig kennarar geta notað borðspil í kennslu, til dæmis í sögu og félagsgreinum. Hugmyndin er kennarar fái með borðspilum fleiri tól til glæða kennslu sína lífi og til nemenda. Hilmar Kári útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Sumartónleikar í Skálholti standa yfir og þar er fjölbreytt dagskrá í boði. Það er mikið um fjölskyldufólk í sumarbústöðum í Árnessýslu yfir sumartímann og gaman vekja athygli á skemmtilegu verkefni fyrir börn þar sem myndlist og sköpunargleði taka völdin við skúlptúragerð úr grillpinnum og tómötum á laugardaginn kemur. Þetta verkefni er gert eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og er algjör nýbreytni í starfi Sumartónleika í Skálholti sem eru haldnir 48. sumarið í röð. Við heyrðum í Angelu Árnadóttur myndlistarkonu vegna þessa.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. þessu sinni fjallar póstkortið um Goslokahátíðina sem stendur yfir i Vestmannaeyjum. því tilefni rifjaði Magnús upp hina fyrstu hátíð sem var haldin fyrir tuttugu og fimm árum, árið 1998. Hann sagði frá Skvísusundinu sem var miðpunktur hátíðarinnar lengi vel en svo var bannað skemmta sér þar og fólkið hefur eiginlega ekki fundið sér annan álíka samastað. Hann sagði líka frá þeim furðulega sið skjóta upp flugeldum um hábjartan daginn og þrjósku eyjamanna við gefa stefnuljós.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þætti dagsins:

Heim / Magni Ásgeirsson (Guðmundur Magni Ásgeirsson og Ásgrímur Ingi Ásgrímsson)

Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson)

Los Paranojas / Geirfuglarnir (Freyr Eyjólfsson og Stefán Már Magnússon)

Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto (Shintaro Sakamoto)

Sólbrúnir vangar / Sextett Ólafs Gauks (Ástgeir Kristinn Ólafsson og Oddgeir Kristjánsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,