Morgunútvarpið

Ölfus, fótaaðgerðafræði, þjónusta við eldra fólk, grindvísk börn, læknisleysi og kjaramál

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi var á línunni en við forvitnuðumst um uppbyggingu á svæðinu, forgang Grindvíkinga byggingarlóðum og sitthvað fleira.

Við kynntum okkur svo fótaaðgerðafræði, en nýlokið er heilmikilli alþjóðlegri ráðstefnu hér á landi um þau mál. Fótaaðgerðafræðingar á Íslandi vilja nám sitt á háskólastig, en það hefur hingað til verið kennt á framhaldsskólastigi án ríkisstyrkja og kostar á þriðju milljón króna. Þær Jóna Björg Ólafsdóttir fótaaðgerðafræðingur og Anna Vilborg Sölmundardóttir formaður félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga komu til okkar og sögðu okkur meira af stöðu mála.

Mörg eru í þeirri stöðu ofan á fyrstu, aðra og þriðju vaktina bætist enn ein vaktin: umönnun aldraðra foreldra. Sett hefur verin á laggirnar upplýsingagátt sem á einfalda eldra fólki og aðstandendum þeirra örlítið lífið. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og starfsmaður Gott eldast sagði okkur betur frá því.

Í það minnsta 250 grindvísk börn hafa boðað komu sína á morgunfund í Laugardalshöllinni á eftir. Umboðsmaður barna hefur boðað þau á fundinn til fara yfir þeirra mál. Salvör Nordal, umboðsmaður barna kom til okkar ásamt einu þessara barna, Jóni Gísla Eggertssyni.

Grundfirðingar eru ekki sáttir við stöðu læknisþjónustu í bænum og hafa sett af stað undirskriftarsöfnun hvað málið varðar. Við hringdum vestur í Grundarfjörð og heyrðum í Elínu Hróðnýju Ottósdóttur sem heldur utan um undirskriftarsöfnunina.

Stærstu verkalýðsfélögin innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins munu líklega skrifa undir nýjan kjarasamning í dag. VR og iðnaðarmenn eiga ekki aðild þessum samningi en fundað verður með þeim á eftir. Þá hefur samninganefnd VR samþykkt atkvæðagreiðslu um verkfall meðal félagsfólks sem starfar í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi við okkur.

Tónlist:

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Lítill drengur.

James Taylor - Sweet baby James.

Hafdís Huld - Tomoko.

Tate McRae - Greedy.

Dina Ögon - Mormor.

Egó - Í hjarta mér.

Peter Gabriel og Kate Bush - Don't give up.

Kasper Björke og Sísí Ey og Systur - Conversations.

GDRN - Vorið.

Nýdönsk - Á plánetunni jörð.

Frumflutt

7. mars 2024

Aðgengilegt til

7. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,