Morgunútvarpið

Jáhrifavaldur, Verkalýðsfélag Grindavíkur, gervigreind, kjaraviðræður, innviði illskunnar og flugfélögin.

Erla Guð­munds­dótt­ir íþrótta­fræð­ing­ur og heilsumarkþjálfi talaði við okkur um vera já­hrifa­vald­ur í eig­in lífi.

Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur ræddi frumvarp um uppkaup ríkisins á grindvísku húsnæði, opnun bæjarins og þær vinnuaðstæður sem grindvískum verkalýð býðst.

Björn Levý Gunnarsson, varaformaður þingflokks Pírata, leggur í dag fram frumvarp á þingi um höfundalög og gervigreind, þar sem meðal annars er kveðið á um endurgerð af einstaklingi sem ætla megi raunveruleg óheimil án samþykkis viðkomandi einstaklings eða afkomenda. Við ræddum þessar hugmyndir betur við Björn.

Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í dag beiðni SA. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi fundinn framundan og stöðuna í viðræðunum við okkur eftir átta fréttir.

Séra Davíð Þór Jónsson, prestur, spjallaði við okkur um innviði og innflytjendur.

Við fórum yfir stöðu flugfélaganna, ekki síst Play, með Kristjáni Sigurjónsson -ritstjóra ff7.is.

Tónlist:

Mannakorn - Gamli Skólinn.

Spencer Davis Group - Keep On Running.

Bombay Bicycle Club - Rinse Me Down.

Moses Hightower - Háa c.

Billy Joel - Movin' Out.

Beyoncé - Texas Hold 'Em.

Jónfrí- Andalúsía.

Emmsjé Gauti - Klisja.

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

20. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,