Flugur

Söngvar við ljóð Steins Steinarrs

Fyrsti þátturinn af fjórum þar sem dægurlög, vísnasöngvar og önnur lög sem hafa verið samin við ljóð skáldsins Steins Steinarrs eru í forgrunni. Lögin sem hljóma í þættinum eru Það vex eitt blóm fyrir vestan með Imbu, Vísur vestan með Valgeiri Guðjónssyni, Heimurinn og ég með Páli Rósinkranz, Barn með Gunnarssyni og Ívu Marínu Adrichem, Lát huggast barn með Herði Torfasyni, Hudson Bay með Mannakornum, Utan hringsins með Þokkabótum, Verkamaður með Bergþóru Árnadóttur, Í draumi sérhvers manns með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, Senn er vor með Sigríði Thorlacius og fengnum skáldalaunum með Helga Björnssyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

19. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,