Flugur

Þorvaldur Halldórsson, annar þáttur

Tónlist af dægurlagaplötum sem Þorvaldur Halldórsson söng inn á þegar hann var orðinn landsþekktur söngvari og gítarleikari. Þorvaldur sló í gegn með Hljómsveit Ingimars Eydal og söng nokkur lög inn á plötur með þeirri hljómsveit. Hann gerði stuttan stans í Pónik og seinni hluta ævinnar söng hann nokkur dægurlög, þó svo trúartónlistin tæki yfir þegar hann freslaðist árið 1977. Lögin sem hljóma í þættinum eru Sótarasöngurinn, Á góðviðrisdegi, Flugdrekinn og Töfraorðið, öll úr söngleiknum um Mary Poppins. Svo heyrast líka lögin Ég þrái þig, (Það) Gerir ekki neitt, Allt er átti ég með þér, Augun blá, Hví þá ég, Bíllinn minn og ég, Ég sakna þín, Ég átti von á því og Fullur sjór af síld sem hann syngur með Gylfa Ægissiyni.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,