Flugur

Tónlist eftir Lauru Nyro

Tónlistarkonan, laga- og textasmiðurinn Laura Nyro vakti athygli þegar Peter, Paul og Mary hljóðrituðu lag eftir hana sem heitir And When I Die árið 1966, þegar hún var átján verða nítján. Hún fékk plötusamning í framhaldinu en plötur hennar gengu ekki vel. Það merkilega gerðist hinsvegar hinir og þessir listamenn hljóðrituðu lög af fyrstu tveimur plötum Lauru Nyro sem rötuðu öll inn á vinsældarlista. Þessi lög verða dregin fram í þættinum. Three Dog Night flytja lagið Eli's Coming, 5th Dimention flytja lögin Wedding Bell Blues, Stoned Soul Picnic, Sweet Blindness og Blowing Away, Julie Driscoll & Brian Auger og Trinity flytja lagið Save The Country, Peter, Paul og Mary ásamt Blood Sweat and Tears flytja lagið And When I Die, Barbra Streisand syngur lögin Stoney End og Time and Love og Laura Nyro syngur lagið Billy's Blues. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

17. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,