Breski píanóleikarinn Nicky Hopkins spilaði inn á plötur með allskonar fólki á sínum tíma. Þetta er fjórði og síðasti þátturinn þar sem leikin eru lög þar sem hann kom við sögu. Lögin í þættinum eru Boudoir Stomp og Waiting For The Band To Come af sólóplötum Nicky Hopkins, The First Cut Is The Deepest með P.P. Arnold, Death Of A Clown með Dave Davies, Good Times með Easybeats, Matthew And Son með Cat Stevens, Midnight To Six Man með The Pretty Face, Goo Goo Barabajagal (Love Is Hot) með Donovan, Lovin' Up A Storm með Keith DeGroot, Jasper C. Debussy með Marc Bolan, I Wonder Why með Ellu Fitzgerald og Edward sem Nicky Hopkins leikur ásamt hljómsveit sinni.