Leikin eru lög með fjórum djúprödduðum söngvurum, einum breskum og þremur íslenskum. Long John Baldry sem söng lagið She Broke My Heart á fyrstu stóru plötu Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi er fyrstur. Hann syngur fyrst lagið Let Heartaches Begin sem fór á toppinn í Bretlandi 1967, síðan She Broke My Heart og að lokum You've Lost That Loving Feeling með söngkonunni Kathi McDonald. Þá tekur Skapti Ólafsson við og syngur lögin Mikið var gaman að því, Syngjum hátt og dönsum og Ef að mamma vissi að. Jakob Frímann Magnússon syngur lögin Saurlífisseggur, Argentína og Vestmannaeyjar og síðastur er Valdimar Örn Flygenring sem syngur Hvílíkur maður úr leikverkinu Síldin kemur og Sólin með hljómsveit sinni sem heitir Hráefni.