Flugur

Sjómannalög á íslensku

Í þættinum hljóma allskonar sjómannalög, sem hafa verið hljóðrituð í seinni tíð, flest eru þau endurgerð frá fyrri tíð, en ekki öll. Ragnar Bjarnason syngur Sjómenn og Háseta vantar á bát, Skapti Ólafsson og Sniglabandið flytja lagið Sófasjómaðurinn, Roðlaust og beinlaust flytja Kyrrlátt kvöld við fjörðinn, Hjaltalín flytur Sjómannavalsinn, Ari Jónsson syngur Þú ert vagga mín haf, Magnús Eiríksson og KK flytja lagið Þórður sjóari, Bubbi Morthens syngur Stína, ó, Stína, Björgvin Halldórsson syngur Bátarnir á firðinum, Heiðurspiltar flytja Sjómenn íslenskir erum við og Ljótu hálfvitarnir flytja lagið Sonur hafsins.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

5. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,