Flugur

Tónlist sem tengist Christian Falk

Þátturinn er á vissan hátt helgaður sænska bassaleikaranum og upptökustjóranum Christian Falk sem var mikill Íslandsvinur. Hann vann fimm plötum með Bubba Morthens og kom nokkrum sinnum til Íslands, fyrst með sænsku hljómsveitinni Imperiet. Hann vann sem upptökustjóri með Bubba og nokkrum öðrum listamönnum á sinni stuttu ævi en hann lést 52 ára gamall árið 2014. Leikin er eftirfarandi tónlist í þættinum: Woman með Neneh Cherry, Seven Seconds með Neneh Cherry og Youssou N'Dour, Er nauðsynlegt skjóta þá, Síðasti örninn og Maður án tungumáls með Bubba Morthens, Tusentals händer og Du ska va' president með Imperiet, Remember með Robyn og Christian Falk og Robyn Is Here með Robyn.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Frumflutt

13. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flugur

Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir

,