Eitt af mörgum hugtökum sem notuð voru um tónlist hippaáranna var Sólskinspopp (Sunshine Pop). Þetta hugtak varð aldrei mjög útbreitt og hefur ekki verið mikið notað í seinni tíð. Þess í stað er oftar tala um hippatónlist, blómatónlist og sýrutónlist allt hugtök sem tengjat þessu sama tímabili. Þrjár hljómsveitir sem tengdust tónlistarsenunni í Los Angeles falla undir þessa sólskinspopp skilgreiningu en það eru The Association, Mamas and the Papas og 5th Dimention. Og það eru þessar sveitir sem sjónum er beint að. The Association flytja lögin Babe, I'm Gonna Leave You, Windy, Never My Love og Cherish. Mamas and the Papas flytja lögin California Dreamin', Monday Monday, Dedicated To The One I Love og Dancing In The Street og 5th Dimension flytja lögin Up Up and Away, Aquarius/Let The Sunshine og (Last Night) I Didn't Get to Sleep at All. Umsjón: Jónatan Garðarsson.