Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Reinhold Richter, hann segist vera að stíga sín fyrstu skref sem eftirlaunaþegi og svo gaf hann á dögunum út sitt fyrsta lag sem hann samdi til minningar um besta vin sinn, ljóðskáldið Ísak Harðarson, við heyrðum lagið, Heim til vina, fyrir viðtalið. Svo sagði hann okkur auðvitað frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Reinhold talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Hitinn á vaxmyndasafninu e. Ísak Harðarson
Punktur punktur komma strik e. Pétur Gunnarsson
AA bókin e. Billi Wilson o.fl
Íslenskir hellar e. Björn Hróarsson
Sveppabókin e. Helgi Hallgrímsson
Fuglar Íslands og Evrópu, Finnur Guðmundsson íslenskaði og staðfærði.