Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn Silja Ingólfsdóttir, friðar- og átakafræðingur og upplýsingafulltrúi Veitna. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Silja sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Franska Sveitarbýlið e. Jo Thomas
Trílógían His Dark Materials e. Philip Pullman
We Wish to Inform You That Tomorrow We Will Be Killed with Our Families: Stories from Rwanda e. Philip Gourevitch
Guð kemur bara til Afghanistan til að gráta (Nach Afghanistan kommt Gott nur noch zum Weinen) e. Siba Shakib.