Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, leikkona, leikstjóri og leiklistarkennari, en hún skrifaði, ásamt Arnari Haukssyni, útvarpsleikritið Sorrí hvað ég svara seint, sem var flutt um páskana í útvarpinu og hægt er að hlusta á í spilara RÚV. Við fáum hana aðeins til að segja okkur frá því og svo auðvitað líka frá þeim bókum sem hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Bergdís talaði um eftirfarandi bækur og höfunda: