Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum var María Elísabet Bragadóttir rithöfundur sem deildi með okkur bókunum sem hún hefur verið að lesa og þeim sem hafa haft mest áhrif á hana. Hún sagði einnig frá því hvað er framundan hjá henni og hvernig viðtökurnar hafa verið við smásagnasafni hennar Herbergi í öðrum heimi sem er að koma fyrir augu lesenda erlendis auk þess sem smásagnasafn hennar Sápufuglinn var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins í fyrra og hlaut þar sérstaka viðurkenningu.