Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Jón Knútur Ásmundsson, skrifstofumaður á Reyðarfirði, starfsmaður Austurbrúar, ljóðskáld og hundaeigandi. Hann sagði okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Jón Knútur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Fólkið í kjallaranum e. Auði Jónsdóttur
Í skugga trjánna e. Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Norwegian Wood og Novelist as a Vocation e. Haruki Murakami
On Writing e. Stephen King
Aðlögun e. Þórdísi Gísladóttur.
Innanríkið – Alexíus e. Braga Ólafsson.
Teiknimyndabækur æsku hans, Svalur og Valur, Viggó og Tinni og fleiri
Bloggarar, blaðamenn og pistlahöfundar um aldamótin, til dæmis
Karl Th. Birgisson, Illugi Jökulsson og Egill Helgason.