Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Védís Eva Guðmundsdóttir, hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur erlendis og hér á landi, en í dag rekur hún frönsku sælkeraverslunina Hyalin á Skólavörðustíg, ásamt eiginmanni sínum og er sest aftur á skólabekk, í þetta sinn í ritlist við Háskóla Íslands. En hún var auðvitað komin í þáttinn til að segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Védís Eva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Orbital e. Samantha Harvey
Matrenescence e. Lucy Jones
Heyrnalaut lýðveldi e. Ilya Kaminski
Kafka á ströndinni, 1Q84 og fleiri bækur eftir Haruki Murakami
Himnaríki og helvíti og Fiskarnir hafa enga fætur e. Jón Kalmann