Fram og til baka

Indland og Álfgrímur

Við förum langa leið í Fram og til baka dagsins því þátturinn sveiflast úr Efstaleitinu til Mumbai á Indlandi. Gestur dagsins í fimmunni er sviðslistamaðurinn og söngvarinn Álfgrímur Aðalsteinsson sem hefur vakið athygli fyrir tónlist sína og viðveru á samfélagsmiðlum. Hann ræðir fimm leiksýningar og líf sitt í skemmtilegri fimmu.

Síðari hlutinn kemur frá Mumbai þar sem Felix dvelur þessa dagana við leik og störf. Við fræðumst um borgina og það samfélag sem mætir norrænum og löðursveittum umsjónarmanni

Frumflutt

1. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,