Fram og til baka

Mugison segir frá lífsins ferðalagi

Felix sendir þáttinn frá Bræðslunni á Borgarfirði eystri og viðmælandi dagsins er enginn annar en Mugison sem segir af fimm stöðum sem hafa haft áhrif á líf hans. Þar kennir ýmissa grasa og við heyrum af bæjarrónanum Cesariu Evora á Grænhöfðaeyjum, listamannaskólanum á miðvikudagskvöldum í Hrísey og leitinni draumagötunni í Mosó á google.

Tónlistin í þættinum tengist nokkrum hátíðum helgarinnar, Bræðslunni, Vori í Vaglaskógi og Eldi í Húnaþingi.

Frumflutt

26. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,