Fram og til baka

Björgvin Franz og áhrifavaldar hans

Leikarinn og skemmtikrafturinn Björgvin Franz Gíslason tók sig upp í covid og flutti til Bandaríkjanna þar sem hann fór í mastersnám, klessti á kulnunarvegginn og breytti lífi sínu. Hann segir okkur í fimmu vikunnar frá fimm áhrifavöldum sem hjálpa honum finna leiðir í lífi og tilveru. Svo kemur Raggi Bjarna, mamma hans Edda Björgvins og Borgarleikhúsið auðvitað við sögu.

Frumflutt

13. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,