Fram og til baka

Margrét Rós Harðardóttir og garðrækt með Stasi

Margir sem leggja leið sína til Berlína hafa kynnst Berlínunum, en það eru íslenskir leiðsögumenn sem fara með Íslendinga í túra um borgina og sýna helstu sögustaði. Upphafsmanneskjan er myndlistarkonan og Vestmannaeyingurinn Margrét Rós Harðardóttir. Felix hitti Margréti Rós í Berlín og kynntist nýjasta áhugamáli hennar en Margrét er farin rækta garð í miklum sælureit í Pankow í gömlu Austur Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Á meðan þau sötruðu kaffið sagði Margrét af garðræktinni, nýja podkastinu og nágrönnunum sem hún hefur kynnst en þar kom Stasi sannarlega við sögu

Svo kíktum við á það sem hefur gerst á deginum 7. júní og Felix sagði hlustendum af heimsókn sinni til Tbilisi í Georgíu.

Frumflutt

7. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,