Morgunútvarpið

Háskóladagur, hljóðvist barna, húsnæðismál Grindvíkinga, hlaupárs afmæli, Mottumars og hvernig verða börnin til

Framboð háskólanáms á Íslandi er fjölbreytt og við heyrðum meira af því þegar Erla Gunnarsdóttir verkefnastjóri háskóladagsins kom til okkar, en háskóladagurinn er samstarf allra háskólanna og hefur verið við lýði í áratugi.

Kristján Sverrisson forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar kom til okkar og ræddi hljóðvist og heyrnarvernd barna, en málþing um efnið fer fram á morgun.

Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson ræddi við okkur um stöðu Grindvíkinga í dag og frumvarp er varðar húsnæðisuppkaup. Hann setur spurningamerki við þó nokkur atriði þar, segir of margt óljóst og allt benda til þess fjöldi fólks geti tapað á því fara þá leið selja ríkinu eignir sínar.

Hvernig varð ég til er titill bókar Andreu Bjartar Ólafsdóttur þar sem leitast er við aðstoða fjölskyldur við upplýsa börn um hvernig þau urðu til, með áherslu á fólk sem fær aðstoð frá egg- eða sæðisgjafa. Andrea Björt kíkti til okkar í morgunkaffi og sagði okkur meira.

Afmælisbarnið Magnús Leifur Sveinsson kom til okkar en hann fagnar 11. afmælisdegi sínum í dag en er samt 44 ára gamall, enda hlaupársdagur í dag.

Mottumars er mættur og hann er meira segja byrjaður í dag þó enn febrúar!Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og þær Gréta Hlöðversdóttir og Snæfríð Þorsteins, sem eru baki hönnun Mottumarssokkanna í ár sögðu okkur allt um mottumars í ár.

Tónlist:

Leaves - Breathe.

America - Ventura highway.

Bogomil Font og Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.

Beyoncé - Texas Hold em.

Iceguys - Rúlletta.

George Michael - Fast love.

Friðrik Dór - Aftur ung (dansaðu við mig).

The Beatles - Please please me.

Frumflutt

29. feb. 2024

Aðgengilegt til

28. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,