Kvöldfréttir útvarps

Kaupin á TM, varnargarðar við Grindavík, Katrín prinsessa með krabbamein, lóan er komin.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir ráðið hafi talið sig hafa upplýst Bankasýslu ríkisins um kaup bankans á tryggingafélaginu TM með fullnægjandi hætti. Ekki standi til hætta við kaupin.

Unnið er því hækka varnargarða við Grindavík vegna eldgossins nálægt bænum. Einar Már Gunnarsson, jarðvinnuverkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum, segir hraun sums staðar orðið hærra en garðurinn.

Katrín Jakobsdóttir, starfandi matvælaráðherra, segir mikilvægt ráðuneytið og þingnefnd fari yfir athugasemdir vegna breytinga á búvörulögum sem Alþingi samþykkti í gær. Gagnrýni á breytingarnar hafa borist víða að.

Á annan tug hafa slysast til hefja meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á Ísland.is. Breytingar hafa verið gerðar á síðunni til koma í veg fyrir þetta. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

Íbúakosning verður í Ölfusi, samhliða forsetakosningunum, um tillögur vegna verksmiðju sem fyrirtækið Heidelberg Materials vill reisa í sveitarfélaginu. Linda Blöndal ræddi við Grétar Inga Erlendsson, formann bæjarráðs.

Katrín prinsessa af Wales undirgengst krabbameinsmeðferð. Þetta kemur fram í myndbandsyfirlýsingu frá prinsessunni sem birt var á BBC síðdegis.

Tveir kanadískir menn fengu afsökunarbeiðni frá ríkisstjóra Manitoba í gær. Mennirnir voru settir í fang rangra foreldra á fæðingardeildinni fyrir tæpum sjötíu árum. DNA próf sem þeir fengu í jólagjöf leiddi þetta í ljós. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Lóan er komin til landsins. Til hennar sást í Garðinum í Suðurnesjabæ í dag.

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

22. mars 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,