Kvöldfréttir útvarps

Dómur í hryðjuverkamáli, verkbann og gæsluvarðhald í mansalsmáli framlengt

Sakborningar voru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag af tilraun til hryðjuverks og hlutdeild í þeirra tilraun en dæmdir fyrir stórfelld vopnalagabrot.

Atkvæðagreiðsla Samtaka atvinnulífsins um verkbann á skrifstofumenn í VR kemur formanni VR verulega á óvart. Ofsafengið viðbragð segir hann en framkvæmdastjóri SA segir þetta varnaraðgerð.

ÞG Verktakar áttu eina tilboðið sem barst í gerð nýrrar Ölfusárbrúar

Dómsmálaráðherra segir ekki megi senda þá sem hafa hlotið alþjóðlega vernd hér á landi aftur til síns heimalands, þrátt fyrir ítrekuð lögbrot.

Próftakar sem tala ekki íslensku og þreyta próf hjá ökuskólanum í Mjódd til réttindi til aka leigubíl mega vera með síma í prófunum. Skólastjóri segir þetta vera samkvæmt fyrirmælum samgöngustofu en samgöngustofa segir það ekki rétt.

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

12. mars 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,